Description
Troll DogSport Mittisbelti með vasa.
Beltið er öflugt og vel hannað til að dreifa álaginu á bakið og er ekki að klemmast saman utanum hrygginn.
Þríhyrnings fronturinn sem fer á beltið tekur í burtu þrýstinginn á beltissylgjunni sem er veikasti hlekkurinn á beltum og brotnar auðveldlega.
Á beltinu er rúmgóður poki sem er hægt að geyma t.d. síma, veski, lykla og kúkapoka.
Beltin koma í 2 lengdum, sem bæði eru stillanleg bæði um mitti sem og lappir.
Lítið – 75 cm langt, hentugt fyrir unglinga og þá sem eru með nett mitti.
Stórt – 95cm langt, hentugt fyrir fullorðna.